Heimaey umbreyttist í stærsta skemmtistað í heimi um helgina þegar NovaFest fór fram á Þjóðhátíð. Þar frumsýndi Nova nýtt hátíðarsvæði í Miðstrætinu þar sem þjóðhátíðargestir flykktust að til að sjá nokkur af stærstu nöfnunum í íslenskri tónlist í dag. Samnefnari Nova og Þjóðhátíðar er án efa íslensk tónlist og það var því borðleggjandi að Nova, í samstarfi við Þjóðhátíð og Ölgerðina, stæði að vettvangi þar sem íslenskri tónlist er gert hátt undir höfði.
Þrátt fyrir að öll veðurfyrirbrigðin hafi látið sjá sig á NovaFest sló það ekki á rífandi stemninguna sem varð þegar m.a. GDRN, Patr!k, gugusar, JóiPé & Króli, ClubDub, Emmsjé Gauti og mörg fleiri komu fram og trylltu lýðinn.
„Það var ótrúlega spennandi að kynna NovaFest fyrir þjóðhátíðargestum og enn skemmtilegra að sjá hvernig þessi tónlistarveisla smellpassaði inn í helgina. Það er svo magnað að geta skapað upplifun fyrir gesti til að drekka í sig rjómann af íslenskri tónlist á þessum fallega stað sem Heimaey er. Við erum þakklát Þjóðhátíð og Ölgerðinni fyrir frábært samstarf og öll þessi litlu sem stóru handtök sem þarf til að skapa ógleymanleg augnablik. Með NovaFest verður Þjóðhátíð að stærsta skemmtistað í heimi – alveg eins og það á vera!“ segir Sigurbjörn Ari, markaðsstjóri Nova.
Meðfylgjandi myndir tók Þóra Ólafs hjá Nova.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst