Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum í nóvember síðastliðnum er það hæsta í einum mánuði frá upphafi eða 213,13 krónur kílóið.
Þetta er í fyrsta skiptið sem verðið fer yfir 200 kr/kg. Áður komst meðalverðið hæst í janúar 2002 en þá var það 195,69 kr/kg.
Meðalverð á þorski var 313,78 kr/kg í nýliðnum nóvembermánuði sem er í fyrsta skipti sem það fer yfir 300 kr.Meðalverð á slægðum þorski var 353,59 kr/kg, en óslægðum kr/kg 297,92.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst