Staða leikskólamála og upplýsingar um nýju deildina við leikskólann Kirkjugerði var til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í síðustu viku.
Fram kemur í fundargerð að stefnt sé að því að ný deild opni við Kirkjugerði í mars á þessu ári. Leikskólastjóri hefur þegar sent út vistundarboð til foreldra. Með opnun nýrrar deildar á Kirkjugerði hefur leikskólarýmum á Kirkjugerði fjölgað um 40 frá áramótum 2023/2024. Fjöldi leikskólarýma hjá Vestmannaeyjabæ eru þá um kringum 275. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið þakki kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með að leikskólaplássum fjölgi enn á ný.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst