Ný skipan í forystu SFS
Gunnþór (002)
Gunnþór Ingvason tekur við formennsku í samtökunum.

Á fundi stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í dag, 17. júní, var samþykkt ný skipan í embætti og stjórnareiningar samtakanna í samræmi við samþykktir. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður samtakanna, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taki við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi samtakanna.

Þá var samþykkt að Ægir Páll Friðbertsson, ritari samtakanna, forstjóri Iceland Seafood ehf., taki við varaformennsku í samtökunum og að Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Gjögurs hf., taki við embætti ritara samtakanna. Einnig var samþykkt að Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG fiskverkunar hf., taki sæti í framkvæmdaráði samtakanna. Stjórn samþykkti einnig kjör Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Brims hf., í stjórn samtakanna.

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þakkar Guðmundi Kristjánssyni, fráfarandi formanni, fyrir samstarfið í forystusveit samtakanna. Framlag Guðmundar til sjávarútvegs og samtakanna í gegnum tíðina er mikið. Stjórnin harmar að leiðir skilji á þessum tímapunkti en Guðmundur verður áfram þátttakandi í starfi samtakanna sem öflugur félagsmaður.

Samtakamáttur og samstaða um starfsskilyrði íslensks sjávarútvegs er og verður leiðin fram á við til aukinnar verðmætasköpunar. Stjórn samtakanna óskar Guðmundi velfarnaðar fram veginn við áframhaldandi uppbyggingu sjávarútvegs á Íslandi, segir í fréttatilkynningu frá SFS.

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.