Hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju sem hentar Landeyjahöfn tekur um þrjú ár og kostnaður er áætlaður 4-4,5 milljarðar króna, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Eyjamenn hafa fengið nóg af samgöngutruflunum milli lands og Eyja og vilja sitja við sama borð og aðrir landsmenn.