Nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór ítarlega yfir nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Ráðið hefur áður fjallað um umræddar reglur. En um er að ræða áframhald af 4. máli 253 fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs. Með félagslegu leiguhúsnæði er átt við;
– Almennt félagslegt leiguhúsnæði sem ætlað er fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrgði og lágra launa.
– Húsnæði fyrir fatlað fólk er íbúðarhúsnæði sem gert hefur verið aðgengilegt fyrir tiltekna notkun eða skilgreint sérstaklega fyrir tiltekinn hóp fatlaðs fólks. Húsnæðin skiptast annars vegar í sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk (þjónustuíbúðarkjarna) og hins vegar í húsnæði með stuðningi.
– Leiguhúsnæði fyrir aldraða er leiguhúsnæði ætlað fólki 67 ára og eldra þar sem núverandi húsnæði hentar ekki lengur sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrgði, lágra tekna og heilsufarsvanda og önnur úrræði í búsetumálum fást ekki.
– Þjónustuíbúðir aldraðra er leiguhúsnæði sem sérstaklega er ætlað öldruðum sem þurfa töluverða aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili.
Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða um 70 íbúðum sem skiptist misjafnlega niður eftir fyrrgreindum skilgreiningum.
Ráðið þakkaði kynninguna og samþykkir umræddar reglur.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.