Aðalfundur HS Veitna var haldinn á miðvikudaginn sl. í Reykjanesbæ. Fram kemur á vefsíðu fyritæksins að 100% mæting hafi verið fyrir hönd hluthafa.
Formaður stjórnar, Jóhann Friðrik flutti skýrslu ásamt forstjóra sem fór yfir það helsta í rekstri fyrirtækisins á síðasta ári. Fjallaði hann meðal annars um sterka fjárhagsstöðu félagsins og áframhaldandi góðar rekstrarhorfur þrátt fyrir ýmsar áskoranir svo sem tengt náttúruhamförum. Jafnframt lagði hann áherslu á áframhaldandi stækkun veitukerfa félagsins eftir því sem þörf krefur og til að tryggja viðskiptavinum hámarks afhendingaröryggi, segir í umfjöllun um fundinn á vef HS Veitna.
Á fundinum urðu þau tíðindi að Jóhann Friðrik Friðriksson, sem gegnt hefur stöðu stjórnarformanns gekk úr stjórn, en hann situr á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.
Við formennsku tekur Guðný Birna Guðmundsdóttir, en hún situr í stjórn fyrir hönd Reykjanesbæjar sem á rétt rúmlega helming hlutafjár í fyrirtækinu, eða 50,1%.
Frétt Eyjar.net um ársreikning fyrirtækisins fyrir síðasta ár má sjá neðst í þessari frétt.
Í stjórn voru kjörin frá Reykjanesbæ
• Andri Freyr Stefánsson
• Friðjón Einarsson
• Guðný Birna Guðmundsdóttir
• Margrét Sanders
Frá HSV Eignarhaldsfélagi slhf.
• Heiðar Guðjónsson
• Ómar Örn Tryggvason
• Þórunn Helga Þórðardóttir
Eftir aðalfund kom stjórn saman til fyrsta fundar og skipti með sér verkum á eftirfarandi hátt
• Formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir
• Varaformaður, Heiðar Guðjónsson
• Ritari, Friðjón Einarsson
Ársreikning félagsins má sjá hér
https://eyjar.net/godur-hagnadur-thratt-fyrir-afoll/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst