Nýr og glæsilegur Þór til heimahafnar á morgun

Þór, nýtt björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja er væntanlegt til Vestmannaeyja á morgun, laugardag og verður til sýnis á sunnudaginn. Áætlað er að Þór leggist að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:10. Í framhaldinu verður stutt athöfn þar sem skipið fær blessun og því gefið formlega nafn. Þessi athöfn er fyrir félagsmenn Björgunarfélagsins og boðsgesti.

Almenningi gefst kostur á að skoða hið nýja og glæsilega björgunarskip á sunnudaginn milli klukkan 12.00 og 18.00. „Við hlökkum mikið til að geta sýnt ykkur skipið og bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin en hvetjum ykkur til að fara varlega á bryggjunni.

Góða helgi og sjáumst á sunnudag!“ segir í fréttatilkynningu frá BV.

 

Nýjustu fréttir

Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.