Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk
Heimaspítali á Suðurlandi: Stefnt er að því að stækka þjónustusvæðið á næstu misserum
17. október, 2024
Hsu Stjr St
Frá undirrituninni. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Rekstur heimaspítala er nýjung í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem felst í aukinni heilbrigðisþjónustu, þar með talinni læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Heilbrigðisráðuneytið hefur gert samkomulag við stofnunina um stuðning við verkefnið. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU undirrituðu samkomulagið í fyrradag, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Síðast en ekki síst er þjónustan til þess fallin að veita hrumum og fjölveikum öldruðum aukinn stuðning og meira öryggi sem gerir þeim kleift að búa lengur í sjálfstæðri búsetu en ella.

HSU hóf rekstur heimaspítalans í byrjun síðasta árs í tilraunaskyni og hefur unnið að þróun þjónustunnar síðan, fjárfestingu í búnaði, þjálfun starfsfólks o.fl. Stofnað var bráðavitjunarteymi mannað lækni, hjúkrunarfræðingi og sjúkraflutningamanni. Teymið fer í vitjanir í heimahús til þeirra sem þess þurfa með og þeir sem heyra undir teymið hafa jafnframt aðgang að sérstöku vaktnúmeri allan sólarhringinn. Myndsímtöl eru einnig hluti þjónustunnar og jafnframt eru fleiri velferðartæknilausnir nýttar til að sinna eftirliti með einstaklingum með langvinna sjúkdóma í heimahúsum.

Styður við verkefnið „Gott að eldast“

„HSU hefur með heimaspítalanum sýnt mikilvægt frumkvæði og nýsköpun sem er til þess fallin að efla heilbrigðisþjónustu á sviði þar sem þörfin er mikil og vaxandi“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra: „Þjóðin er að eldast og því mikilvægt að þróa þjónustu við eldra fólk þannig að hún taki sem best mið af þörfum hvers og eins, sé veitt á réttu þjónustustigi og á réttum tíma. Samþætting þjónustuþátta þvert á stofnanir og stjórnsýslustig er mikilvægur liður í þessu, líkt og er meginviðfangsefni aðgerðaáætlunar stjórnvalda „Gott að eldast“ um þjónustu við eldra fólk sem ýtt var úr vör í fyrra“.

„Við hjá HSU höfum lagt mikla áherslu á nýsköpun og þróun á þjónustu fyrir eldri einstaklinga til að mæta vaxandi þörf þeirra fyrir heilbrigðisþjónustu. Heimaspítalinn er slíkt nýsköpunarverkefni sem miðar að því að styðja við sjálfstæði eldri fólks og bjóða upp á fjölbreyttari lausnir sem dregur úr þörf á innlögnum á sjúkrahús. Ég fagna þeim stuðningi sem heilbrigðisráðherra hefur sýnt verkefninu og þeirri áherslu sem lögð er á framþróun í þjónustu við eldri borgara“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.

Hingað til hefur þjónusta heimaspítala HSU verið bundin við íbúa í Árborg en stefnt er að því að stækka þjónustusvæðið á næstu misserum. Samkomulagið um stuðning heilbrigðisráðuneytisins við verkefnið er til eins árs. Í því felst fjárstuðningur með hliðsjón af veittri þjónustu og reglubundinni upplýsingagjöf HSU til ráðuneytisins um starfsemina.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst