Nýtt ár, ný tækifæri
6. janúar, 2026
Margrét Rós: Árið 2026 er kosningaár þar sem við kjósum okkur fulltrúa í nýja bæjarstjórn og mun á næstu vikum koma í ljós hvaða flokkar verða í framboði og hvaða einstaklingar munu vera í framboði hvar.

Um áramót – Margrét Rós Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Á vettvangi bæjarmálanna einkenndist árið 2025 af baráttu bæjarstjórnar við ríkisvaldið og baráttu gegn hækkandi skattheimtu og álögum á fyrirtæki og á vinnandi og venjulegt fólk. Þessi aukna skattheimta er óþolandi og kemur mest niður á einmitt, venjulegu fólki. Á meðan ríkir algjört skilningsleysi á málefnum Vestmannaeyja. Vatnslögnin, samgöngur og dýpkun, hækkað raforkuverð og fleira mætti nefna. Bæjarstjórn hefur ítrekað bókað um þessi atriði en árangur næst ekki með orðum á blaði. Það er í mínum huga ljóst að við þurfum öflugri hagsmunagæslu.

Nú stendur yfir útboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn og verða tilboðin opnuð 10. febrúar nk. Í því útboði verður að tryggja að veitt verði viðunandi þjónusta fyrir okkur því óbreytt staða er ekki boðleg samfélaginu okkar. Við höfum sofið á verðinum hvað þetta varðar og við vitum öll að hægt er að gera betur, við sem búum hér höfum öll séð það.

Ég hef miklar áhyggjur af því í hvaða farveg orkumál okkar eru. Þeir sem að komu vissu hvað verið var að samþykkja með því að styðja orkuskipti sem byggja á því að færa notendur yfir í dýrari forgangsflutning. Allt talið um græna framtíð í stað þess að segja íbúum sannleikann um reikninginn var slæmt. Þar liggur ein ástæða fyrir því að rafmagnsferjan Herjólfur siglir á olíu og orkukostnaður heimila og fyrirtækja rýkur upp. Nú sjá allir að þetta var bein og fyrirsjáanleg afleiðing pólitískra ákvarðana.

Á persónulegri nótum þá skiptir það mig miklu máli að búa í samfélagi þar sem öll fá að njóta sín og hafa tækifæri til vaxtar og framfara. Því er mikilvægt að þjónusta við þá einstaklinga sem glíma við áskoranir, t.d börn með fatlanir og ungmenni í geðrænum -og/eða í fíknivanda sé aðgengileg. Minn starfsferill hefur legið í því að vera til aðstoðar við þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og þar liggur mitt hjarta. Við í Vestmannaeyjum erum til fyrirmyndar hvað varðar velferðarþjónustu en alltaf má gera betur.

Árið 2026 er kosningaár þar sem við kjósum okkur fulltrúa í nýja bæjarstjórn og mun á næstu vikum koma í ljós hvaða flokkar verða í framboði og hvaða einstaklingar munu vera í framboði hvar. Spennandi tímar framundan. Á sama tíma verður kosið um vilja Eyjamanna til þess að grafa inn í hraunið við miðbæinn. Að mínu mati algjörlega ótímabær kosning en kosningin mun þó tikka í box núverandi meirihluta um íbúalýðræði eftir að hafa ítrekað synjað tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um slíkt, t.a.m. varðandi rándýran og óþarfan minnisvarða á Eldfellið. Ég er auðmjúk gagnvart því tækifæri að hafa fengið að starfa fyrir bæinn okkar og tek því ekki sem sjálfsögðu.

Gleðilegt ár kæru vinir, ég vona þess að árið verði öllum gott og gæfuríkt.

Skrifað að beiðni Eyjafrétta sem fengu nokkra menn og konur til að líta yfir liðið ár og fram á veginn.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.