Nýtt lag og plata á leiðinni frá Júníusi Meyvant
31. ágúst, 2018

Eftir vel heppnaða fyrstu útgáfu sína árið 2016 og margar tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin snýr Júníus Meyvant aftur með nýja breiðskífu, ‘Across The Borders’, sem kemur út 9. Nóvember.

‘Across The Borders’ var hljóðrituð hér á landi í Hljóðrita í Hafnarfirði en Guðmundur Kristinn Jónsson (Kiddi Hjálmur) var á tökkunum og sá um hljóðblöndun.

Fyrsta lagið sem við fáum að heyra af nýju plötunni heitir ‘High Alert’ og er það nú þegar komið á tónlistarveitur. Hér er á ferðinni afar upplífgangi síðsumar smellur sem sýnir nýja hlið á Júníusi.

„Upphafið að þessu lagi hófst þegar ég var að gutla á gítarinn við trommulúppu úr gömlu hljómborði. Út kom þetta gítarriff og þetta rokklag. Síðar bættist við þessi 70’s kvikmyndabrass lína, “ sagði Unnar Gísli um tilurð lagsins.

Smelltu hér til að hlusta á „HIGH ALERT” Á SPOTIFY

Júníus Meyvant mun koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í Nóvember hér á Íslandi. Þá er á dagskrá að kynna nýju plötuna hér heima sem ytra en stærri tónleikaferðir hans munu ekki hefjast fyrr en snemma á næsta ári.

‘ACROSS THE BORDERS’ LAGALISTI:

1. Lay Your Head
2. Love Child
3. High Alert
4. Holidays
5. Across The Border
6. Let It Pass
7. New Waves
8. Carry On With Me
9. Punch Through The Night
10. Draw The Line
11. Until The Last Minute

Tónlistarmaðurinn og Vestmanneyingurinn Unnar Gísli Sigurmundsson hefur samið og gefið út tónlist sem Júníus Meyvant í allnokkur ár.

Unnar ólst upp á heimili á Heimaey þar sem trú og tónlist var í hávegum höfð og náttúran í eynni var leikvöllur hans á uppvaxtarárunum.  Sem ungur drengur varði hann mestum tíma sínum í að gera kúnstir á hjólabretti og mála myndir til þess að fá sína útrás.  Snemma varð ljóst að Unnar væri orkumikið barn og á köflum sérvitur og hafði mikla þörf til þess að tjá sig.  Reglulega átti hann samtal við sjálfan sig um hvort hann ætti að beina orkunni í átt að tónlist en hvatvísi hans og frjáls hegðun olli því að honum var vísað úr tónlistarskóla.  Á unglingsárum voru allir draumar hans um að verða tónlistarmaður víðs fjarri og orka hans fór í aðra hluti.

Ljósmynd: Sigríður Unnur

Um tvítugt byrjaði Unnar að glamra á útjaskaðan gítar sem hann fann á heimili foreldra sinna.  Loksins fann hann sína réttu fjöl með gítarspilinu sem hjálpaði honum að róa ólguna innra með sér og smám saman jókst næmni hans fyrir lagasmíðum og fallegum laglínum.  Sköpunarkrafturinn fór á flug og um árabil spilaði Unnar með hljómsveit sem fullnægði ekki þörfum hans og ákvað hann að gera sína eigin tónlist undir nafninu Júníus Meyvant.

Þjóðlagatónlist Júníusar Meyvant er hjartnæm, hlý og kunnuleg og er hinn óheflaði Unnar skammt undan.   Hljóðheimur Júníusar er stór og samansettur af mjúkri rödd, lokkandi gítarspili, þéttum hrynjanda, lúðrablæstri, hljómborðum og mellotron.   Þá Sam Cooke, Charles Bradley, The Rolling Stones og fleiri telur Unnar sem sína áhrifavalda sem nú hefur gefið út eina breiðskífu og eina þröngskífu.

Árið 2014 gaf Unnar út fyrstu smáskífu sína, Color Decay, hjá Record Records.   Smáskífan hitti strax í mark á Íslandi og hlaut sömuleiðis lof hjá erlendum miðlum á borð við KEXP, NPR og Gaffa.  Ári seinna hlaut Unnar íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu smáskífuna og nýliða ársins.  Með góðan meðbyr í farteskinu fóru Júníus og meðspilarar hans í vel heppnaðar tónleikaferðir til Evrópu og Bandaríkjanna sem innihéldu tónleika á Hróaskeldu og Bumbershoot í Seattle.

Árið 2018 kláraði Júníus aðra breiðskífu sína, Across The Borders með upptökustjóranum Guðmundi Kristni Jónssyni sem er hvað þekkastur fyrir störf sín með Hjálmum, Ásgeiri Trausta og Erlend Oye.   Það er Record Records sem sér um útgáfu plötunnar en hún kemur út 9. nóvemer 2018.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst