Hönnun Gunnars Júlíussonar var valin af þjóhátíðarnefnd sem merki Þjóðhátíðar í tilefni þess að 145 ár eru frá fyrstu hátíðinni. Gunnar Júlíusson er betur þekktur sem Gunni Júll er eyjapeyji sem þekkir hvað hátíðin stendur fyrir en hann átti einnig hátíðarmerkið fyrir hátíðina 2014. Fyrr á þessu ári auglýsti Þjóðhátíðarnefnd eftir hugyndum að nýju merki og vill nefndin þakka þeim sem skiluðu inn hugmyndum.
Hægt verður að kaupa fána með nýja merkinu á skrifstofu félagsins og eins og áður þá er takmarkað upplag af fánunum.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.