Á fundi umhverfis- og framkvæmdasviðs á föstudaginn var lögð fram tillaga að hugmyndasamkeppni um merki Vestmannaeyjahafnar. Tilefnið er að 50 ár eru liðin frá því höfninni var bjargað í gosinu 1973.
Ráðið fól hafnarstjóra að auglýsa hugmyndasamkeppni. Ráðið mun velja úr innsendum hugmyndum.
Mynd: Litlu mátti muna að hraun lokaði höfninni en með kælingu tókst að hindra framrás þess og hindra að innsiglingin lokaðist.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst