Nýtt þjóðhátíðarmerki
5. mars, 2024

Skömmu fyrir áramót efndi Þjóðhátíðarnefnd til samkeppni um merki Þjóðhátíðar. Dómnefnd fékk sendar tillögur frá þremur aðilum.

Nefndin tók sér sinn tíma í að velja, enda tillögurnar allar góðar og merkið í ár nokkuð merkilegt þar sem 150 ár eru frá því að við héldum hátíðina í fyrsta skipti.

Sigurvegarinn í ár er Daði Jóhannes Gylfason. Daði er ættaður frá eyjum. en býr núna í Lúxemborg. Við settum okkur í samband við Daða og það kom honum nokkuð á óvart að hann skyldi hafa borið sigur úr býtum. Daði segist vera mikill Þjóðhátíðarmaður en það má svo sem segja um alla hans fjölskyldu. Hann hlakkar til að mæta á hátíðina í ár.

Á vefsíðu ÍBV kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd vill þakka öllum þeim sem tóku þátt og vill óska Daða innilega til hamingju með sigurinn.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.