Góð kjörsókn á kosningadag skiptir ekki bara framboð gríðarlegu máli heldur bæjarfélagið í heild sinni. Því fleiri einstaklingar sem láta sig varða um velferð bæjarfélagsins og mæta á kjörstað því betra umboð hefur viðkomandi meirihluti til starfa. Þannig má segja að í raun sé mun meira að marka sannan vilja bæjarbúa fyrir stjórnsýslu ef fleiri kjósa. Það að ákveða að sitja heima og láta aðra um að ákveða fyrir sig hverjir munu stjórna bæjarfélaginu næstu fjögur árin er að mínu mati óábyrg hegðun.