Oddgeir Kristjánsson hefur haft mikil áhrif á tónlist í mínu lífi

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vestmanneyingurinn Silja Elsabet Brynjarsdóttir tók þátt og var ein af sigurvegurunum. Silja Elsabet mun ásamt hinum sigurvegurunum syngja á sviði í Eldborgar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, þann 17 janúar næstkomandi.

Listaháskóli Íslands birti svipmynd af Silju Elsubet sem lesa má hér:

Fyrstu skrefin

Ég hef sungið alla tíð. Mamma segir oft að þegar ég var lítil, sofandi úti í kerru, hafi ég ekki vaknað grátandi heldur syngjandi.

Ég er fædd og uppalin í Eyjum og þegar ég var sex ára tók ég þátt söngkeppni barna sem fram fór á Þjóðhátíð. Að keppni lokinni var mér boðið að gerast meðlimur í Litlu lærisveinunum, barnakór Landakirkju, og þá var ekki aftur snúið.

Á þessum tíma byrjaði ég líka að læra á píanó. Eftir langar samningaviðræður við píanókennarann minn komumst við að samkomulagi um að ég myndi reyna að spila eitt lag á píanóið í hverjum tíma og svo myndi hann spila eitt lag og ég syngja. Stuttu eftir þetta ákváðum við mamma að söngnámið hentaði mér betur.

Söngkennararnir

Ég byrjaði í barnakór hjá Helgu Jónsdóttur, og eftir það fór ég í frekara söngnám í Tónlistarskólanum í Vestmannaeyjum. Þar voru kennarar mínir Anna Alexandra, Annika Tonuri og Sólveig Ragnarsdóttir. Píanókennarinn minn, sem varð síðar meðleikari minn í gegnum námið mitt þar, var Guðmundur H. Guðjónsson, organisti.

Ég hóf nám við Söngskólann í Reykjavík haustið 2011 og stundaði nám þar í fjögur ár. Allan minn námstíma var söngkennarinn minn Elísabet F. Eiríksdóttir og meðleikari minn Elín Guðmundsdóttir.

Eftir að ég lagði land undir fót og hóf nám í London hef ég haft tvo söngkennara. Fyrsta árið mitt lærði ég hjá Mary Nelson en síðan skipti ég um kennara og hef verið að læra hjá Alex Ashworth undanfarin þrjú ár.

Hinn týpíski dagur

Hefðbundinn vinnudagur er örlítið mismunandi eftir dögum. Ég er í námi og skólinn hefst alla virka daga klukkan 9 og lýkur á bilinu 18 – 19. Ég reyni að nýta tíma á milli kennslustunda til æfinga og æfi a.m.k. tvær klst á dag. Kvöldin fara oft í verkefnavinnu, pappírsvinnu fyrir tónleika, að afla mér upplýsinga um tónverkin sem ég er að vinna með o.s.frv.

Þegar ég á frí finnst mér gaman að lesa og horfa á Netflix. En bestu fríin eru hér heima á Íslandi, þá fær maður algjört mömmudekur og þarf ekki að hugsa um neitt nema sönginn.

Uppáhaldstónskáldin

Þar sem ég hlusta á tónlist úr öllum áttum finnst mér rosalega erfitt að nefna uppáhaldstónskáld. Það skiptir mig ekki máli hvenær eða af hvaða tegund tónlistin er heldur einungis hversu djúp áhrif hún hefur á mig.  Í klassíska heiminum eru Verdi, Mahler og Sibelius efstir á lista.

Þar sem ég kem frá Vestmannaeyjum hefur Oddgeir Kristjánsson líka haft ofboðslega mikil áhrif á tónlist í mínu lífi. Það er engin önnur tónlist sem ég tengi jafn sterkt við og ristir eins djúpt í mínu hjarta.

Eftirlætisflytjendur

Sigríður Ella Magnúsdóttir hefur verið mín uppáhaldssöngkona síðan ég byrjaði í klassíska söngnáminu. Svo hrífst ég af mjög mörgum ef ekki flestum okkar frábæru flytjendum. Og fyllist alltaf þjóðarstolti þegar ég sé einhvern af okkur gera það gott.

Áhrifamikil tónverk

Það eru nokkur tónverk sem hafa haft ofboðslega sterk áhrif á mig. Þar má nefna Sinfóníu nr. 2 eftir Mahler og Carmen eftir Bizet. Í öðru en klassík hafa söngleikirnir alltaf átt stóran hluta af mér og þar má nefna Phantom of the Opera og Love Never Dies eftir Andrew Lloyd Webber.

 

Mest krefjandi / mest gefandi

Mér finnst öndunin erfiðust, þegar komið er á svið og stressið farið að segja til sín er eins og öndunin gleymist. En um leið og ég næ að finna fyrir tónlistinni innra með mér þá er eins og líkaminn taki bara við og ég þarf ekkert að gera.

Það er hins vegar mest gefandi hvað tónlistin getur spilað á margar tilfinningar því tónlist er tilfinning.

Ég elska að fá að sýna áheyrandanum allan tilfinningaskalann sem ég upplifi þegar ég flyt verk. Það finnst mér einstaklega heillandi og krefjandi á sama tíma.

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.