�?dýrt að senda börn á íþróttaæfingar í Vestmannaeyjum
13. desember, 2013
Verðlagseftirlit ASÍ tók saman kostnað við æfingar barna í handbolta og fimleikum hjá stærstu íþróttafélögum landsins í greinunum tveimur. Samkvæmt könnuninni er ódýrast fyrir börn að æfa fimleika í Vestmannaeyjum ef miðað er við fjölda klukkustunda. Samanburður við æfingagjöld ÍBV-íþróttafélags eru flóknari, þar sem félagið rukkar eitt gjald fyrir bæði handbolta og fótbolta. Ef gjaldinu er skipt í tvennt, er mjög hagstætt að senda börn á æfingar hjá félaginu.

Fimleikar
Verðlagseftirlitið bar saman gjaldskrá fyrir 6 til 8 ára börn sem æfa tvær klukkustundir á viku og fyrir 8 til 10 ára börn sem æfa 4 klukkustundir í viku en miðað er við æfingagjöld frá hausti og fram að áramótum eða um fjóra mánuði. Í fyrrnefnda hópnum er æfingagjaldið hjá Fimleikafélaginu Rán í Vestmannaeyjum 19.692 kr., sem er þriðja lægsta æfingagjaldið yfir landið. Hins vegar eru ekki í boði 2 klukkustunda æfingar fyrir börnin, heldur 3 klukkustunda og því er æfingagjaldið ódýrast hjá Rán ef miðað er við krónur per klukkustund. Hæstu æfingagjöldin í þessum aldursflokki eru hjá Gerplu, 40.617 og næst hæst hjá Ármanni, 34.900.
Sama er upp á teningnum í eldri hópnum. �?ar er æfingagjaldið hjá Rán 24.840, sem er þriðja lægsta æfingagjaldið hjá þeim félögum sem voru í könnuninni. Í aldursflokknum býður Rán hins vegar upp á 6 klukkustunda æfingar á viku en önnur félög 4 klukkustundir. Rán er því með langódýrustu æfingagjöldin ef miðað er við krónur per klukkustund. Hæstu æfingagjöldin í þessum aldurflokki eru hjá Gerplu, 54.579 og næst hæst hjá Fimleikafélaginu Björk, 47.000 kr.

Handbolti
Verðlagseftirlitið tók saman gjaldskrá fyrir 4., 6. og 8. flokk í handbolta fyrir allan veturinn 2013-2014. Ekki er tekið tillit til hvað félögin bjóða upp á margar æfingar í viku en samkvæmt tilkynningu frá ASÍ er ekki mikill munur á fjölda æfinga á milli félaga. Hjá 8. flokki eru 2-3 æfingar í viku, um 3 æfingar í viku hjá 6. flokki og 4-6 æfingar í viku hjá 4. flokki, auk þrekæfinga hjá sumum félögum.
Hjá ÍBV er árgjald fyrir barn sem æfir handbolta og fótbolta 55.000 kr bæði í 4. og 6. flokki en 29.500 kr í 8. flokki. Ef æfingagjaldinu er skipt í tvennt milli fótbolta og handbolta er gjaldið fyrir handboltann eingöngu 27.500 kr í eldri flokkunum tveimur en 14.750 kr. í 8. flokki. Samkvæmt því er langódýrast að senda börn á handboltaæfingar en næst ódýrasta gjaldið í 8. flokki er 24.000 kr. hjá ÍR en hæsta æfingagjaldið er hjá Gróttu og Haukum, 45.000 kr. fyrir veturinn.
Í 6. flokki er aðeins eitt félag sem býður upp á ódýrari æfingagjöld en ÍBV-íþróttafélag en það er Selfoss. �?ar kostar veturinn 27.000 kr. Hæsta æfingagjaldið í 6. flokki er hjá ÍR, 59.000 kr.
Í 4. flokki kemst ekkert félag með tærnar þar sem ÍBV-íþróttafélag er með hælana ef æfingagjaldi félagsins er skipt til helminga. Næst ódýrasta æfingagjaldið er hjá Selfossi, KA og �?ór Akureyri, 45.000 kr. Dýrast er fyrir börn að æfa hjá Val í þessum aldursflokki eða 73.200 kr. fyrir veturinn.

Hér að ofan hefur verið miðað við að æfingagjaldi barna hjá ÍBV-íþróttafélagi sé skipt í tvennt. Sá kostur stendur foreldrum ekki til boða, greiða verður fullt gjald þótt barn æfi aðeins handbolta. Engu að síður stendur félagið vel gagnvart öðrum félögum. Í 8. flokki eru t.d. aðeins fjögur félög með lægri æfingagjöld en ÍBV-íþróttafélag. Í 6. flokki er staðan hins vegar öllu verri en aðeins tvö félög eru með hærri æfingagjöld í aldursflokknum, ÍR og Valur og Fjölnir er með sömu krónutölu. Í 4. flokki færist ÍBV-íþróttafélag svo aftur niður í lægri hópinn en aðeins þrjú félög bjóða lægri æfingagjöld en ÍBV, �?ór, KA og Selfoss, og eitt er með jafn hátt æfingagjald, Fram.

Hér að neðan má sjá samanburð á æfingagjöldum, bæði í fimleikum og handbolta.
Almennir fimleikar drengja/stúlkna haustönn 2013 6-8 ára 8-10 ára
2 klst 4 klst
Íþróttafélagið Gerpla 40.617 54.579
Umf. Stjarnan 34.000 47.000
Fimleikafélagið Björk 31.000 45.700
Glímufélagið Ármann 34.900 46.100
Íþróttafélagið Grótta *3 30.000 35.600
Íþróttafélagið Fylkir 28.500 37.000
Íþróttafélagið Höttur 26.400 37.900
Ungmennafélagið Afturelding 34.000 38.000
Fimleikafélag Akureyrar *1 22.300 30.300
Ungmennafélagið Fjölnir 27.000 36.200
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag 19.900 32.400
Fimleikafélag Akraness * 24.000 28.000
Umf. Selfoss 18.000 22.000
Fimleikafélagið Rán *2 19.692 24.840
Íþróttafélagið Hamar 17.000 24.000
* ekki boðið upp á 2 klst. heldur 3 klst. og ekki boðið upp á 4 klst. heldur 4,5 klst.
*1 ekki var boðið upp á 4 klst. heldur 4,5 klst.
*2 ekki boðið upp á 2 klst. heldur 3 klst. og ekki boðið upp á 4 klst. heldur 6 klst.
*3 ekki boðið upp á 4 klst. heldur 5 klst.
—————————————————————————————————————–
Árgjald – Handknattleikur stráka/stúlkna veturinn 2013-2014 8. flokkur 6. flokkur 4. flokkur
2-3 æfingar á viku u.þ.b 3 æfingar á viku 4-6 æfingar á viku auk þrekæfinga
Grótta 45.000 54.000
70.000
Haukar 45.000 51.000 60.000
FH 31.500 52.500 63.000
Afturelding 44.000 50.000 60.000
Stjarnan 33.000 50.000 59.000
Fram 40.000 50.000 55.000
ÍR 24.000 59.000 59.000
Víkingur 40.000 50.000 60.000
Fylkir 34.000 46.000 66.000
HK 26.000 49.000 60.000
Fjölnir * 40.000 55.000 60.000
Valur 42.900 58.800 73.200
Selfoss 27.000 45.000
ÍBV Íþróttafélag *1 29.500 55.000 55.000
KA 27.000 37.000 45.000
�?ór 27.000 35.000 45.000
Ekki tekið tillit til fjölda æfinga á viku
u.þ.b. 9 mánaða æfingar 4 mán. fyrir jól og 5 mán. eftir jól
* m.v. 8 mánuði
*1 fyrir fótbolta og handbolta
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst