Seinkun er á seinni ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn vegna óhapps á bíladekki ferjunnar.
Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gerðist þetta á siglingu til Þorlákshafnar í seinni ferð dagsins. Kör virðast hafa farið út úr flutningavagni á hlið vagnsins. Í körunum voru sjávarafurðir.
Hörður segir að á þessari stundu sé ekki vitað um frekara tjón en á vagninum. Hann segir að nú sé verið að þrífa bíladekkið. „Við ræstum út starfsfólk til aðstoðar í Þorlákshöfn. Lagt verður af stað um leið og búið ert að þrífa og lesta skipið.“ segir hann að endingu, en reiknað er með brottför frá Þorlákshöfn kl. 21.30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst