Í morgun var umferðaróhapp á Birkihlíð. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum virðist sem ökumaður missi stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnar á kyrrstæðri bifreið. Hann segir bæði ökutæki mikið skemmd eftir óhappið. „Engin slys á fólki og ástand ökumanns til rannsóknar ásamt tildrögum.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst