Í morgun varð óhapp við tískuvöruverslunina Sölku við Vesturveg. Ökumaður pallbíls keyrði á glugga verslunarinnar.
Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Eyjum voru tildrög óhappsins með þeim hætti að ökumaðurinn steig óvart á bensíngjöfina í stað bremsunnar með þessum afleiðingum. Stefán segir að blessunarlega hafi ekki verið nein slys á fólki, einungis er um eignatjón að ræða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst