Umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og má það rekja til þeirrar hálku sem hefur verið á götum bæjarins undanfarna daga. �?arna hafði ökumaður bifreiðar misst stjórn á á henni á Dalavegi með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega. Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón varð á bifreiðinni.
Síðdegis þann 28. desember sl. var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið þar sem hún stóð fyrir utan Strembugötu 17. Er talið að tjónið hafi átt sér stað á tímabilinu frá laugardagskvöldinu 27. desember til sunnudagsmorgun þann 28. desember sl. �?eir sem einhverjar upplýsingar hafa um óhappið eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu.