Öll hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri á einum stað
IMG 5063
Fólk 60 ára og eldri getur fundið hreyfingu við sitt hæfi í sínu nærumhverfi, þjónustuaðilar geta komið sínum úrræðum á framfæri og fagaðilar geta vísað fólki í viðeigandi þjálfun. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vestmannaeyjabær tekur þátt í samstarfsverkefni sem er hluti af aðgerðaráætlun verkefnisins “Gott að eldast”.

Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að þetta sé samstarfsverkefni verkefnastjóra frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Landssambandi eldri borgara, íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.

Ætlunin er að birta upplýsingar um framboð hreyfiúrræða á landsvísu fyrir 60 ára og eldri á einum stað á vefsíðunni www.island.is. Markmiðið er að brúa bilið á milli þeirra sem leita eftir þjónustu og þeirra sem standa fyrir hreyfiúrræðum.

Ávinningurinn af því að birta skilvirkar upplýsingar um hreyfiframboð á einum stað getur orðið margþættur. Fólk 60 ára og eldri getur fundið hreyfingu við sitt hæfi í sínu nærumhverfi, þjónustuaðilar geta komið sínum úrræðum á framfæri og fagaðilar geta vísað fólki í viðeigandi þjálfun.

Vestmannaeyjabær ætlar að halda utan um öll hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar undir flokknum eldri borgarar, heilsuefling.

Til þess að skrá hreyfiúrræði eða fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Thelmu, verkefnastjóra öldrunarþjónustu á netfangið: thelma@vestmannaeyjar.is

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.