Handknattleiksdeild ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félagið hefur samið við Dag Arnarsson um framlengingu á samningi hans sem gildir til næstu tveggja ára. Dagur er frábær leikstjórnandi og hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár. Hann er 25 ára og hefur leikið með félaginu alla sína tíð. Hann er orðinn mjög reynslumikill miðað við aldur en þess má geta að síðastliðið vor lék hann sinn 250. leik fyrir félagið og hefur tekið þátt í öllum þeim titlum sem félagið hefur unnið frá árinu 2014, þegar hann var aðeins 18 ára.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst