Öllum til gagns og engum til tjóns
9. október, 2019
Ragnar Óskarsson

Þegar Landeyjahöfn var tekin í notkun voru stigin afar mikilvæg skref í samgöngumálum okkar Vestmannaeyinga. Við fylltumst bjartsýni og það ekki að ástæðulausu. Við vissum þó alltaf mæta vel að veðurfarið sem við þekkjum flest hlyti óhjákvæmilega að hamla stöðugri siglingu milli Lands og Eyja allan ársins hring.

Nú er komin nokkur reynsla á siglingaleiðina og á Landeyjahöfn. Sú reynsla er bæði góð en einnig slæm. Hún er góð vegna þess að hvað sem hver segir hafa samgöngumál okkar tekið miklum framförum. Hún er slæm vegna þess að Landeyjahöfn er einfaldlega of lítil til þess að gegna því hlutverki sem við viljum að hún gegni. Þetta eru staðreyndir málsins í hnotskurn.

Ég geri þetta hér að umræðuefni vegna þess að mér finnst umræðan að undanförnu ekki taka mið af þessum staðreyndum.

Mér finnst til dæmis ömurlegt að heyra að nýi Herjólfur sé algerlega vonlaust skip, lélegt og mislukkað. Stór orð hér. En væri ekki nær að bíða með þessi stóru orð og láta reyna frekar á hæfni skipsins. Ég man eftir umræðunni um Herjólf III þegar hann kom. Manndrápsfleyta var hann jafnvel kallaður og honum allt fundið til foráttu. Hvað skyldu þeir sem hæst létu þá segja nú?

Þá finnst mér jafn ömurlegt að heyra að nýja skipið sé í raun að eyðileggja ferðamannaiðnaðinn í Eyjum og eflingu og viðgang ýmissa fyrirtækja hér. Og í framhaldi kemur svo gamla „hótunin“ um að ekkert sé fram undan annað en að flýja frá Eyjum.

Ömurlegast af öllu finnst mér þó þegar áhöfn Herjólfs og starfsfólk í landi verður fyrir barðinu á hinum „óánægðu“ bæði í spjalli manna á meðal og á samfélagsmiðlum. Skipstjórnarfólkið er kallað huglaust, að það þori ekki inn í Landeyjahöfn í „smá“ öldu eins og var hér á dögunum. Þessi gífuryrði eru svo alvarleg en um leið fáránleg að þeim er ekki ástæða til að svara. Skipstjórnarfólkið á Herjólfi gerir allt sem það getur til að tryggja öryggi farþega og ég treysti því fullkomlega til þess meta hvenær siglt er í Landeyjahöfn og hvenær ekki. Árásir á það fólk eru algerlega ómaklegar.

Ég legg til að við leyfum öllum þeim, sem leggja sig af fremsta megni fram um að gera samgöngur milli Lands og Eyja sem bestar, að vinna vinnuna sína án sífellds og ömurlegs nöldurs og gífuryrða engum til gagns og flestum til tjóns. Reynum því að beita öllum okkar þrýstingi á að Landeyjahöfn verði stækkuð og bætt. Það er grunnurinn að góuðm samgöngum okkar Vestmannaeyinga. Það yrði vonandi öllum til gagns og engum til tjóns.

Ragnar Óskarsson

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst