Ómögulegt að fæðast í Vestmannaeyjum?
22. febrúar, 2024

Það þykir orðið tíðindum sæta ef börn fæðast í Vestmannaeyjum. Hægur leikur hefur verið að telja fjölda þeirra á fingrum annarrar handar sem fæðast hér á ári hverju. Það ræður mestu sú aðstaða og öryggi sem verðandi mæðrum er boðið upp á í Vestmannaeyjum.

Hluti þeirra foreldra sem hafa verið svo lánsöm að getað átt í heimabyggð hafa þó lent í því að fæðingarstaður barns er skráður í Árborg hjá Þjóðskrá. Þykir mörgum þetta súrt í broti og hafa því haft samband við Þjóðskrá til að leiðrétta þessa villu. Þjóðskrá vísar jafn harðan á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að skráningin sé þaðan komin. Dæmi er þess að foreldrar í Vestmannaeyjum hafi staðið í bréfaskriftum við HSU í á annað ár um að fá þetta leiðrétt en allt kemur fyrir ekki.

Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir hjá HSU sagðist í samtali við Eyjafréttir kannast við þetta vandamál. “Ég hafði fengið fréttir af þessu og við höfum í einhverjum tilvikum þar sem beinar fyrirspurnir bárust farið í að skoða fæðingatilkynningar og séð að það var rétt skráning þar og ef ekki var rétt þá leiðrétt.”

Hún segir málið ekki eins einfalt og ætla mætti. “Þetta er töluvert flóknara mál en það sýnist og er það þannig að Embætti landlæknis og fæðingaskráning er að skoða þessi mál og gera breytingar. Þó rétti fæðingarstaðurinn standi á fæðingatilkynningunum sem við gerum, þá virðist það fara inn í þjóðskrá og Fæðingaskráninguna,  að fæðingarstaður sé Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands virðist svo skilgreinast sem einn fæðingarstaður sem er auðvitað kolrangt. Það hafa t.d. líka verið fæðingar á Höfn í Hornafirði og sama vandamál kom upp þar í Fæðingaskránni. Það er líka að nefna að þetta vandamál birtist einnig á HSA og HSN sem hafa fleiri en eina starfsstöð. Nú er verið að vinna í að laga þessa villu og skilgreina fleiri fæðingarstaði á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og einnig á öðrum heilbrigðisstofnunum. Það eru miklar uppfærslur  á kerfum og bæting  rafræna skráningarkerfinu. Mig grunar að þar liggi einhver skýring og það þurfi að huga sérstaklega að þessari villu í kerfinu. Forritarar og þróunaraðilar mæðra- og fæðingaskrár eru meðvituð núna um þetta vandamál og eru að vinna með það.”

Fyrir þá sem vilja kanna skráningu barna sinna í Þjóðskrá geta gert það hér. Þeir sem telja sig þurfa að fá hana leiðrétta eru hvattir til að hafa samband við HSU.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst