Opinn framboðsfundur í Eldheimum í Beinni
11. maí, 2022

Í kvöld fer fram opinn framboðsfundur í Eldheimum. Húsið opnar kl 20:00 og verða léttar veitingar í boði. Fundurinn hefst klukkan 20:15 en einnig verður fundinum streymt, hlekkur verður settur hér inn seinna í dag.

Fulltrúar framboðanna þriggja sem mæta til að kynna framboðin og svara spurningum fundargesta eru:

  • Eyjalistinn – Njáll Ragnarsson og Helga Jóhanna Harðardóttir.
  • Fyrir Heimaey – Íris Róbertsdóttir og Páll Magnússon.
  • Sjálfstæðisflokkinn – Eyþór Harðarsson og Rut Haraldsdóttir.

Dagskrá

  1. Einn frambjóðandi frá hverjum lista fær um 5 mín. til að kynna framboðið fyrir fundargestum (alls 15 mín.).
  2. Frambjóðendum gefst færi á að spyrja önnur framboð 2-3 spurningar (um 15 mín.).
  3. Fundargestum gefst færi að spyrja frambjóðendur hnitmiðaðra og málefnalegra spurninga (um 60 mín.)
  4. Einn frambjóðandi frá hverjum lista fær 3 mín. í formi lokaorða (um 10 mín.).

Bæjarbúum er einnig boðið að senda spurningar fyrirfram á netfangið eyjar2022@gmail.com  Fundarstjóri mun koma þeim spurningum á framfæri við frambjóðendur á fundinum.

Höldum umræðum málefnalegum, hnitmiðuðum og kurteisum.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og taka þátt í þessum eina opna framboðsfundi í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.