Fátt brennur heitar á íbúum sveitarfélaga sem byggja allt sitt á sjávarútvegi en ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka veiðigjöld umtalsvert á bolfisk og uppsjávarfisk.
Næstkomandi fimmtudag standa Eyjafréttir fyrir opnum fundi í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra fengu boð á fundinn en þær hafa báðar tilkynnt um forföll. Einnig fengu allir þingmenn Suðurkjördæmis boð og þegar þessi frétt er skrifuð hafa tveir af þeim tíu þingmönnum boðað komu sína. Það eru þau Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar í kjördæminu og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti í Suðurkjördæmi.
Á fundinum halda erindi Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélags hf. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Róbert Ragnarsson, sérfræðingur hjá KPMG og Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipalyftunnar.
Fundurinn er eins og áður segir í Akóges-salnum og hefst hann klukkan 17.00 á fimmtudag. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta til fundarins.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.