Opna nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun á Íslandi
Samkvæmt samantekt ársins 2024 er knattspyrna langvinsælasta íþrótt landsmanna, með 32.108 skráða iðkendur. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur opnað nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun Íslendinga, þar sem saman eru tekin gögn frá fjölda aðila. Markmiðið er að veita heildaryfirsýn yfir þróun íþrótta og hreyfingar og gera almenningi kleift að nálgast samanburðarhæfa tölfræði á einum stað.

Knattspyrna áfram vinsælust

Samkvæmt samantekt ársins 2024 er knattspyrna langvinsælasta íþrótt landsmanna, með 32.108 skráða iðkendur. Næst kemur golf með 28.045, fimleikar með 16.182, hestaíþróttir með 13.944 og körfuknattleikur með 10.111 iðkendur.

Ráðuneytið segir mikilvægt að fylgjast með þróun íþróttaiðkunar, bæði vegna heilsueflingar og samfélagslegra áhrifa.

Börn hreyfa sig of lítið

Nýjustu mælingar frá 2025 sýna að einungis 27% barna í 6. bekk ná ráðlögðum 60 mínútum af daglegri hreyfingu alla daga vikunnar. Í 10. bekk er hlutfallið 20%.

Þrátt fyrir takmarkaða hreyfingu meta flest börn heilsu sína góða. 90% barna í 6. bekk segjast vera við góða eða mjög góða heilsu. Í 10. bekk eru 82% drengja og 72% stúlkna sama sinnis.

Mikil kynjamunur á íþróttaiðkun fullorðinna

Konur eru 40,6% skráðra íþróttaiðkenda en karlar 59,4%. Íþróttaiðkun kvenna minnkar verulega eftir 18 ára aldur: aðeins 15,4% allrar íþróttaiðkunar er meðal kvenna 18 ára og eldri, samanborið við 25,1% hjá 17 ára og yngri. Munurinn hjá körlum er minni. 31,1% iðkenda eru drengir 17 ára og yngri, en 28,3% karlar 18 ára og eldri.

Þótt Ísland standi vel í alþjóðlegum samanburði á sviði kynjajafnréttis eru enn áskoranir, meðal annars í ráðandi stöðum innan íþróttahreyfingarinnar og meðal afreksþjálfara.

Nýja upplýsingasíðan safnar saman tölfræði frá ýmsum aðilum og gerir það auðveldara fyrir þá sem vinna að stefnumótun, skipulagi eða rannsóknarverkefnum að nálgast og bera saman gögn.

Alla tilkynningu ráðuneytisins má lesa hér.

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.