Orkan hér allt um kring

Hér í kringum Vestmannaeyjar eru kraftar og orka sem mér finnst mega nýta betur.

Undanfarið hef ég fylgst með þróun sjávarfallavirkjana á Orkneyjum og skrifaði meðal annars grein um það í lok síðasta árs sem birtist á eyjamiðlunum. Þar reifaði ég þá kenningu að framtíðarlausn í orkumálum Vestmannaeyja væri einmitt hér í Vestmannaeyjum. Ég tel það óþarfa að sækja orkuna yfir lækinn ef hana er að finna hér nú þegar.

Í maí sl. út af Orkneyjum, norður af Skotlandi hóf 2 mega-vatta færanlega sjávarfallavirkjun að framleiða rafmagn sem útvegar 2.000 heimilum orku. Gert er ráð fyrir að hún geti annað þessari eftirspurn amk næstu 15 árin.

Slík lausn hér í Eyjum gæti vel séð okkar ca 1.400 heimilum og fyrirtækjum fyrir grænni orku. Það sem fer umfram mætti nýta sem varaafl og upp í orkusæknari vinnslu.

Þrátt fyrir að nýlega hafi verið bætt úr aðgengi okkar að varaafli er alveg ljóst að slíkar varaaflsstöðvar sem ganga fyrir olíu eru barn síns tíma. Nú þegar olíuverð er í sögulegum hæðum og krafan um orkuskipti jafn hávær verður að horfa til nútímalegri lausna. Mér finnst ekki annað hægt eftir það fordæmi sem sett var þegar ákveðið var að nýr Herjólfur skildi ganga fyrir rafmagni.

Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég tel að nauðsynlegt að fái umræðu og verði unnið að á næsta kjörtímabili og mun ég beita mér fyrir því fái ég brautargengi.

Ég óska því eftir stuðningi ykkar í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem fer fram nk. laugardag 26. mars.

Gísli Stefánsson

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.