Vestmannaeyjameistarar í golfi 2025 eru Örlygur Helgi Grímsson og Sóley Óskarsdóttir. Meistaramótinu lauk í gær og er þetta 16. titill Örlygs. Sóley varð einnig meistari á síðasta ári.
Örlygur Helgi stóð sig frábærlega á mótinu og sló hvert metið á fætur öðru. Á þriðja keppnisdegi lauk hann leik á 63 höggum og fékk á hringnum 7 fugla og 11 pör. Um leið bætti hann 2 daga gamalt met sitt hvað varðar besta skor í mótinu frá upphafi. Mótið fór fram í góðu veðri og var þátttaka góð.
Af Fésbókarsíðu GV. Mynd – GV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst