Karlalið ÍBV í handbolta gerði góða ferð í Garðabæinn í dag, þegar liðið vann sjö marka sigur gegn Stjörnunni í 13. umferð Olís deildar karla.
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6 eftir 15 mínútur. Eyjamenn komust í 6:9 og voru með góða forystu í hálfleik, 12:16.
Eyjamenn héldu sama dampi í síðari hálfleik og voru með yfirhöndina. Þegar átta mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn sex mörk og nokkuð öruggur sigur Eyjamanna í augsýn. Lokatölur leiksins, 22:29.
Daníel Þór Ingason og Sveinn José Rivera voru markahæstir í leiknum með sex mörk. Petar Jokanovic varði tíu skot í marki ÍBV og Morgan Goði Garner sjö.
Mörk ÍBV: Daníel Þór Ingason 6 mörk, Sveinn José Rivera 6, Dagur Arnarsson 5, Andri Erlingsson 2, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Anton Frans Sigurðsson 1, Haukur Leó Magnússon 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.
ÍBV tekur næst á móti FH, fimmtudaginn 11. desember kl. 19:30.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst