Óska eftir fjárstuðningi Vestmannaeyjabæjar vegna kaupa á björgunarskipi

Tekið var fyrir á fundi bæjarráðs í gær erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja þar sem félagið óskar eftir fjárstuðningi Vestmannaeyjabæjar vegna kaupa á nýju björgunarskipi.

Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem fór í útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Ríkissjóður Íslands mun fjármagna helminginn af kaupverðinu og Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slysavarnafélagið Landsbjörg hinn helminginn.

Með tilkomu þessa nýja björgunarskips styrkist þjónusta til muna og öryggi eykst, þar sem fólksflutningar sjóleiðina og komur skemmtiferðaskipa á svæðið, hefur aukist til muna síðustu ár.

Í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár óskar Björgunarfélagið eftir aðstoð við fjármögnun á skipinu með langtímasamningi til næstu ára.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að skipuleggja fund með bæjarfulltrúum, fulltrúum framkvæmda- og hafnarráðs, sem einnig fengu erindið, og fulltrúum Björgunarfélags Vestmannaeyja til þess að fjalla um erindi Björgunarfélagsins.

Nýtt Björgunarskip – Bæjarráð Vestmannaeyja.pdf

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.