Í fyrra voru rúmlega 130 þátttakendur, og var það nýbakaður bræðslumeistari… Palli Scheving sem vann 30 þúsund kall.
Tipparar munu giska á valda leiki riðlakeppninnar og milliriðlana. �?etta er gert til að hafa meira gaman af þessari spennandi keppni.
�?átttaka kostar 1000 kr (sama verð og síðast).
Seðlar verða afhenti þátttakendum, en einnig er hægt að fá þá senda í tölvupósti (við mælum frekar með því), og því er um að gera að hafa samband við Sigga Braga (sigurdurb@sjova.is) til að fá sendan seðil.
Reglur:
1. Skila verður seðli 1 (fyrir riðlakeppnina og bónusspurningarnar) fyrir 14:00. 19. janúar (annaðhvort í tölvupósti til adams@simnet.is , sigurdurb@sjova.is eða útprentað til einhvers leikmanns mfl. Karla).
2. Stigagjöfin er svona:
1 stig fæst fyrir að giska á réttan sigurvegara í leik (eða jafntefli)
3 stig fást fyrir að giska á aðra töluna rétta
5 stig fást fyrir að giska á rétt úrslit.
Dæmi: Ísland �? Tékkland. Giskari segir 28-25 en leikurinn fer
28-23. Fyrir þetta fær tipparinn 3 stig.
3. �?á fást 6 stig fyrir hverja rétta aukaspurningu sem eru neðst á getraunaseðlinum.
4. Seðillinn fyrir milliriðlana verður sendur út að kvöldi 22.01.07 og verður að skila honum fyrir 15:00 þann 24.jan (þarna verður að hafa hraðar hendur).
Haldið verður úti sérstakri heimasíðu, þar sem hægt verður að fylgjast með gangi bankans.
Við ætlum að sjá hve margir verða með í þessum skemmtilega leik áður en við ákveðum sigurlaunin (hvað við getum verið grand). �?ví fleirri því betri vinningur.
Peyjarnir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst