Enn eru að berast fjöldi pysja í vigtun og mælingu í pysjueftirliti Sæheima. Í gær var komið með 287 pysjur og er það með ólíkindum síðasta daginn í september. Drengirnir á myndinni komu samtals með 9 pysjur og var ein þeirra pysja númer 2000 í pysjueftirlinu. Aldrei áður hafa pysjurnar verið svo margar frá upphafi pysjueftirlitsins en árið 2012 var komið með 1830 pysjur, sem var met, en nú eru pysjurnar orðnar enn fleiri.
Lengjum opnunartímann
Auglýstur sumaropnunartími Sæheima er til loka september en vegna þess að pysjurnar eru enn að fljúga í bæinn verður áfram opið á safninu.