Samgönguþing stendur nú yfir á Hótel �?rk í Hveragerði en á fyrsta hluta þess er farið yfir stöðu við vinnslu samgönguáætlana. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp í upphafi og síðan var umfjöllun um samgönguáætlun.
Að því loknu verða flutt nokkur erindi, m.a. um framtíðarsýn í samgöngum, um hvítbók um ákvarðanatöku, um flug sem almenningssamgöngur og um framkvæmdir á stofnvegum út frá höfuðborgarsvæðinu.
Í ávarpi sínu ræddi ráðherra í upphafi um undirbúning samgönguáætlana sem nú stæði, bæði fjögurra og tólf ára, og sagði meðal annars tekið mið af fjármálaætlun fyrir næstu þrjú árin. Hann sagði ekki nægilegt fé fást til nýframkvæmda og því skipti miklu máli að afla fjár til framkvæmda með öðrum leiðum en beint úr ríkissjóði.
�?á nefndi ráðherran að nýja Vestmannaeyjaferju í sjónmáli og nefndi í því sambandi að framundan væru viðræður við Vestmannaeyjabæ um að sveitarfélagið tæki að sér rekstur ferjunnar. �?á nefndi hann að til að tryggja samgönguöryggi milli lands og Eyja væri ráðgert að Herjólfur yrði áfram tiltækur sem varaskip, þegar nýja skipið kæmi.