Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Undanfarin ár hafa verið frekar rýr og því um töluverða aukningu að ræða frá síðustu vetri en þá var kvótinn 127.300 tonn. Þetta kom fram á fundi Hafrannsóknastofnunar í dag.
Í upphafsráðgjöf sem veitt var í desember á síðasta ári, sem byggði á mælingum á ókynþroska ungloðnu í september 2020, var talað um veiðar á allt að 400 þúsund tonnum fyrir komandi vertíð. Þeirri ráðgjöf var þó tekið með miklum fyrirvara í ljósi þeirra óvissu tengsla sem ríkja milli ungloðnu og veiðistofns ári síðar.
Frumniðurstöður úr loðnuleiðangri hafrannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar fyrr í mánuðinum virtust síðan staðfesta þær væntingar sem hafa verið upp á teningnum varðandi komandi vertíð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst