Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í síðasta mánuði var rætt um fyrirhugaðan slipp næsta haust og Herjólf III sem væntanlegt afleysingarskip. Þá kom fram að farþegar í apríl hafi verið 20% fleiri en gert var ráð fyrir í áætlun en farþegafjöldi er sambærilegur miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra.
Einnig var rætt um ferðamannasumarið sem er framundan. Mikil og sterk umræða hefur verið um að von sé á fækkun ferðamanna til Íslands í sumar og vorið í ferðamannaiðnaðinum hafi farið hægt af stað, töluvert hægar enn í fyrra. Samtöl framkvæmdastjóra við aðila í ferðamannaiðnaðinum á Suðurlandi staðfesta það.
Framkvæmdastjóra fyrirtækisins var falið að fylgjast vel með tölulegum upplýsingum og taka virkt samtal við iðnaðinn reglulega.
https://eyjar.net/12-aukning-milli-ara/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst