Rafael Veloso farinn frá ÍBV
Rafael Veloso

Portúgalski markvörðurinn Rafael Veloso hefur yfirgefið herbúðir ÍBV en þetta staðfesti Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs í samtali við Fótbolta.net í dag.

Veloso kom til ÍBV síðastliðinn vetur eftir að hafa þar áður leikið í Noregi.

Í byrjun tímabils skiptust Veloso og Halldór Páll Geirsson á að verja mark ÍBV undir stjórn Pedro Hipolito.

Eftir að Ian Jeffs tók við liðinu um mitt sumar hefur Halldór Páll verið aðalmarkvörður og Veloso varamarkvörður.

Veloso hefur nú yfirgefið herbúðir ÍBV en hann spilaði samtals sjö leiki í Pepsi Max-deildinni með liðinu og þrjá í Mjólkurbikarnum.

Fótbolti.net greindi fráRafael Veloso farinn frá ÍBV

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.