Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins 2025. Mynd/Óskar P. Friðriksson
KristinErna Staff
Kristín Erna
Sigurlásdóttir

Rakel Rut Rúnarsdóttir er fimleikakona ársins 2025 hjá Fimleikafélaginu Rán. Rakel Rut er fædd árið 2010 og er því 16 ára gömul á þessu ári. Rakel byrjaði að æfa fimleika þegar hún var níu ára en æfir nú með elsta hóp félagsins sem samanstendur af iðkendum í 8. – 10. bekk. Ásamt því að æfa fimleika hjá Rán þjálfar hún yngri iðkendur hjá félaginu. Við óskum Rakeli innilega til hamingju með útnefninguna. Við hjá Eyjafréttum fengum að spyrja hana nokkurra spurninga.

Hvaða þýðingu hefur þessi viðurkenning fyrir þig, að vera valin fimleikakona ársins? Það er mikill heiður að hafa orðið fyrir valinu og það veitir mér innblástur að gera enn betur. 

Hvað var það helsta sem þú afrekaðir árið 2025? Ég náði að lenda tvöfalt heljarstökk með hálfum snúning á móti og þegar ég er í bænum hef ég samband við þjálfara í Gerplu og fæ að fara á æfingar þar sem er frábært. Þar er aðstaðan frábær og gaman að breyta um umhverfi. 

Hvað stóð upp úr á árinu hjá þér? Þegar við lentum í 3. sæti með 2. flokki. Svíþjóðarferðin stóð einnig upp úr og hæfileikamótunar æfingin auðvitað líka. 

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Það skemmtilegasta að gera á æfingum er að gera afturábak umferð á fíber og ná að lenda stökk eftir margar tilraunir. 

Hvernig byrjaði þetta allt saman, hvenær fórstu að æfa fimleika og af hverju urðu þeir fyrir valinu? Ég var á tröllagleði á þrettándanum upp í Íþróttamiðstöð í janúar árið 2019. Þar kom Anna Hulda og spurði mig hvort ég vildi ekki koma á æfingar. Sem ég gerði og var fljót að læra ný stökk og hef ekki stoppað síðan. Þeir höfðuðu vel til mín þar sem ég elska að hreyfa mig og vera í skemmtilegum félagsskap. 

Fimleikar eru krefjandi íþrótt, það hlýtur að fara mikill tími í æfingar? Hversu mikið æfir þú í hverri viku?Já, heldur betur, við æfum átta og hálfan klukkutíma á viku en einnig er ég í íþróttaakademíunni í þrjá klukkutíma á viku og síðan er ég að þjálfa krakka á aldrinum 4-9 ára. Ég er í um 5 klukkutíma á viku að þjálfa þau.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér?  T.d. mánudagur. Ég mæti klukkan 8:20 í skólann sem lýkur upp í týssheimili eftir akademíu klukkan 14:20. Strax þar á eftir fer ég upp í íþróttahús að þjálfa 1-3 bekk og síðan beint á æfingu sjálf sem lýkur klukkan 19:00. Þar á eftir fer ég heim, fæ mér að borða og læri ef ég þarf og fer svo að sofa. Dagarnir hjá mér eru mjög svipaðir þessu en svo er ég einnig að vinna á Eydísi og fer oft í vinnu eftir æfingar til klukkan 22:00.

Hvert stefnir þú í fimleikunum? Auðvitað vil ég stefna hátt en aðstaðan fyrir fimleikana hér í eyjum gerir okkur erfitt fyrir að ná mikið lengra, þar sem að aðstaðan fyrir tæknilegri og erfiðari stökk er ómöguleg. Því miður er aðstaðan okkar alls ekki nógu góð og vantar okkur nauðsynlega upp hækkanlega- og/eða púðagryfju en auðvitað væri draumur að fá fimleikahús. 

Hefur þú stundað aðrar íþróttir en fimleika? Já ég hef æft fleiri íþróttir en bara fimleika. Ég æfði fótbolta lengi og var valin ÍBV-ari eitt sinn, einnig æfði ég sund og golf og varð ég Vestmannaeyjameistari í golfi. 

Hvað með önnur áhugamál fyrir utan fimleika? Áhugamálin mín eru söngur og dans. 

Hvernig verður árið 2026 hjá þér? Ég klára 10. bekk, fer framhaldsskóla og fæ æfingaakstur. Tek þátt í fimleikamótum og fer á hæfileikamótun núna í mars.  

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Kolbrún Þöll Þorradóttir er mín fyrirmynd. Hún hefur verið að keppa með landsliðinu.

Hvað ráð myndir þú gefa yngri iðkendum? Vera dugleg að mæta á æfingar og leggja sig fram á æfingum. 

Eitthvað að lokum? Nei ekkert að lokum

 

 

Nýjustu fréttir

Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.