Bæjarbúar hafa að undanförnu ekki farið varhluta af því að Eimskip reka afar sérstaka starfsmannastefnu. Skemmst er þess að minnast þegar þremur þernum á Herjólfi var sagt upp einungis vegna þess að þær vildu fá að sýna verkalýðsfélaginu nýjan samning um breytt verksvið þeirra.