Reyndi miklu meira á húsmæðurnar og mömmurnar sem urðu að sjá um allt
23. janúar, 2020

„Við bjuggum þá að Illugagötu 25 eins og við höfum gert í 50 ár. Við höfðum stolist til að fara einn hring í kringum Helgafell á Skodanum. Börnin sofnuð og alveg yndislegt veður eftir brjálað veður um daginn. Þetta gerðum við stundum þegar krakkarnir voru sofnuð. Eftir þetta fórum við heim að sofa.“
Þannig lýsir Ragnar Baldvinsson, starfsmaður bæjarins, slökkviliðsmaður, varaslökkviliðsstjóri og síðar slökkviliðsstjóri til margra ára kvöldinu og aðfararnótt örlagadagsins 23. janúar 1973 þegar jörð rifnaði rétt við bæjardyrnar og hraunið byrjaði að vella upp rétt um 100 metra frá austustu húsum í bænum. Það átti mikið eftir að ganga á áður en gosið var blásið af þann 3. júlí sama ár. Er vel við hæfi að spjalla við Ragga því í dag, 23. janúar, verða tilboð opnuð í nýja Slökkvistöð sem rísa á við Þjónustumiðstöð bæjarins við Heiðarveg.
Strax um nóttina voru yfir 5000 manns fluttir upp á land með skipaflota Eyjamanna og öðrum skipum sem hér voru í höfn að bíða af sér bræluna daginn áður. Sprungan lokaðist til endanna og Eldfellið varð til. Áður en yfir lauk hafði fjórðungur bæjarins horfið undir hraun og vikur en um leið höfðu margar orrustur unnist. Hreinsun í bænum hófst strax á fyrstu mánuðum gossins og upp reis það samfélag sem við þekkjum í dag, 47 árum síðar og er í fremstu röð á flestum sviðum á Íslandi. Það sem upp úr stendur er að enginn fórst af völdum hamfaranna en tjónið var það mesta í sögu landsins.

Eldgos í beinni í stofuglugganum

Raggi og Anna Jóhannsdóttir, kona hans voru heima hjá sér þegar ósköpin hófust með tveimur elstu börnunum, Jóhanni sjö ára og Hlíf fimm ára. „Ég var þá í slökkviliðinu og við vöknuðum við hringinguna þegar slökkviliðið var ræst út, í allt um 30 manns og við beðnir um að koma niður á Slökkvistöð. Það þurfti ekki að segja mér hvað var að gerast því ég sá eldtungur rísa yfir bæinn úr austurglugganum á stofunni. Það var byrjað að gjósa á Heimaey,“ segir Raggi þegar rætt var við hann á þriðjudaginn.
„Fyrstu viðbrögðin voru að koma krökkunum fram. Hlíf greip þá um lærið á mér, eins og krakkar gera oft og sagði: -Þetta verður allt í lagi, hann pabbi slekkur í þessu. Ég bað þau svo um að vera róleg á meðan ég fór niður á Slökkvistöð.“

Vöktu bæjarbúa

Þegar þangað var komið voru Raggi og Auðberg Óli Valtýsson beðnir um að fara út á slökkvibíl til að ræsa bæjarbúa. „Við keyrðum um bæinn með síerenurnar á fullu og töluðum við fólk sem við sáum og gerðum því grein fyrir stöðunni. Það var kannski ekki mikil tillitssemi að fara um með þessum látum en það átti að ræsa alla. Það var mikil ró yfir öllu eins og margoft hefur komið fram og fólk byrjaði að fara niður að höfn.“
Þegar þessu var lokið fór Raggi að huga að fjölskyldunni og foreldrum hans sem bjuggu rétt neðar á Illlugagötunni. „Stefnan var tekin niður að höfn og ég fékk leyfi hjá Kidda (Kristni Sigurðssyni frá Skjaldbreið slökkviliðsstjóra) til að fara með þeim upp á land en koma svo strax til baka. Pabbi neitaði að fara, átti nokkrar kindur sem hann hafði áhyggjur af. Krakkarnir í yngra hollinu voru ekki rétt ánægð með þann gamla að hafa meiri áhyggjur af rollunum en börnunum sínum,“ segir Raggi hlæjandi.

Hátt í 400 um borð í 200 tonna bát

Þau fóru með Gjafari VE þar sem var þéttsetinn bekkurinn, hátt í 400 manns um borð í þessum 200 tonna bát. „Það tók enginn eins marga og Gjafar og var mikil stappa um borð. Ég hitti aldrei fjölskylduna sem var í lestinni og það var skítabræla eins og allir vita.“
Í Þorlákshöfn skildu leiðir, Anna fór með börnin til Reykjavíkur og Raggi út í Eyjar. „Það fór vel um okkur úti í Eyjum þó við stæðum 18 tíma vaktir í slökkviliðinu og verkefnið stórt. Að reyna að bjarga því sem bjargað varð undan gosinu. Auðvitað lentum við í ýmsu en það reyndi miklu meira á húsmæðurnar og mömmurnar sem urðu að sjá um allt. Redda húsnæði, koma krökkunum í skóla og bjarga öllu öðru sem til þurfti. Fjölskyldan bjó í herbergi í sama húsi og foreldrar Önnu bjuggu í og þegar henni bauðst lítil íbúð á 100 þúsund kall á mánuði, sagði ég stopp. Þess þyrfti ekki en hún hlustaði ekki á mig, tók íbúðina á leigu og keypti lóð undir hús í Mosfellsbæ með bræðrum mínum og foreldrum. Þar áttu þau eftir að setjast að en við Anna héldum okkar striki í Vestmannaeyjum.“

Ætlaði ekki að fórna nýju gleri

Þegar Raggi er beðinn um sögur úr gosinu minnist hann þess þegar hús bróður hans, Elísar Baldvinssonar, Adda Bald fór undir vikur og hraun. „Þetta var myndarlegt hús, stóð við Landagötu. Við fórum þarna austur, ég, Addi og Marinó Sigursteinsson, Mari í Miðstöðinni og ætluðum að ná í smá dót í íbúðinni niðri. Urðum strax að fara út því íbúðin var full af gasi. Þá sagði Mari, -Brjótum bara rúðurnar. Addi hélt nú ekki, sagði: – Eruð þið brjálaðir ég skipti um gler í haust. Kaldur húmor þegar húsið manns er að fara undir. Rétt austan við húsið hafið verið ýtt upp varnargarði úr vikri sem hraunið ruddi á undan sér og yfir húsið. Það gekk mikið á þennan dag og mörg hús urðu eyðileggingunni að bráð.“

Átta Ameríkanar fyrir fimm vasaljós

Seinni sagan segir frá samskiptum Adda Bald, sem þá var varaslökkviliðsstjóri og Pattons, Sveins Eiríkssonar slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli sem hér var í gosinu og lét mikið að sér kveða. „Patton var réttur maður á réttum stað og tíma fyrir okkur. Fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Fastur fyrir en það gat Addi verið líka. Einn daginn kemur Patton til Adda og biður hann um fimm vasaljós. Addi sagði að það væri ekki hægt, vasaljós væru öryggistæki fyrir slökkvilið og það kæmi ekki til grein að lána þau. Patton dó ekki ráðalaus og sagði. – Ef þú lætur mig hafa fimm vasaljós læt ég þig hafa átta Ameríkana. Ekki veit ég hvernig þetta endaði en menn úr varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli voru hér og hjálpuðu til við hreinsa af þökum og fleira.“

Allir reyndu eins og þeir gátu

Raggi segir að mikið hafi gengið á og mjög reynt á alla bæjarbúa, bæði þá sem voru við björgunarstörf og ekki síður fólkið uppi á landi. „En það reyndu allir eins og þeir gátu. Magnús bæjarstjóri og bæjarstjórnin stóðu sig vel. Palli Zóph var réttur maður á réttum stað sem bæjarverkfræðingur. Þorbjörn Sigurgeirsson, jarðfræðingur sem átti hugmyndina að sprauta á hraunið var ómetanlegur. Það á líka við svo marga sem reyndust okkur Eyjamönnum vel í þessum stóra slag.“
Raggi segir aldrei skemmtilegt að rifja þetta upp. Það ífir upp sár. „Auðvitað situr þetta í manni. Ég hef t.d. aldrei skoðað Eldheima og veit ekki hvort ég á eftir að gera það,“ sagði hann að endingu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst