Ríkið getur hliðrað til svo samningar náist milli deilenda
Endurnotkun þessarar ljósmyndar er öllum frjáls, með því skilyrði að nafn ljósmyndara komi fram þar sem hægt er að koma því við. Að auki ber að virða sæmdarrétt höfundar þannig að endurnotkun afbaki ekki eða breyti verki höfundar að skert geti höfundarheiður hans eða sérkenni.
Nú fer að styttast í að sjómannaverkfallið hafi staðið í tvo mánuði og hefur bilið milli samningsaðila aldrei verið meira. Ríkissáttasemjari boðar til funda endrum og eins en virðist engin úrræði hafa til að nálgast lausn í deilunni. Forsætisráðherra neitar aðkomu ríkisstjórnarinnar að deilunni og ráðherra sjávarútvegsmála veit lítið um hvað málið snýst. Boðar úttekt og rannsókn á afleiðingum verkfallsins en hefur annars litlar áhyggjur, kvótinn sé þarna ennþá. Til upplýsinga fyrir ráðherrann eru vel á fjórða hundrað manns án atvinnu í Eyjum, lítið er að gera í verslunum og þjónustufyrirtækjum og byrjað er að segja upp fólki í fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveg.
Eyjafréttir sendu nokkrar spurningar á tíu þingmenn Suðurkjördæmis og bárust svör frá fjórum, Sigurði Inga Jóhannssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur Framsókn, Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki og Ara Trausta Guðmundssyni VG. Spurningarnar eru:
Nú fer að styttast í að sjómannaverkfall hafi staðið í tvo mánuði og á meðan blæðir stöðum eins og Vestmannaeyjum þar sem hátt í 400 manns eru án atvinnu.
Engin lausn er í sjónmáli.
Munt þú beita þér fyrir aðkomu stjórnvalda á einhvern hátt?
Finnst þér rétt að ríkið komi að deilunni með einhverjum hætti?
Nú er t.d. olíugjaldið bundið í lögum. Af hverju ættu ekki sjómenn að fá skattfrjálsa dagpeninga vegna fjarvista að heiman eins og aðrar stéttir?
Sigurður Ingi og Silja Dögg: Stjórnvöld þurfa að sýna áhuga
�??Ríkið getur hliðrað til, svo samningar náist milli deilenda. Á það hefur til dæmis verið bent að hægt er að beita ígildi dagpeninga í staðinn fyrir sjómannaafsláttinn sem lagður var af á sínum tíma. Síðastliðið vor lagði Páll J. Pálsson þingmaður Framsóknar fram frumvarp þess efnis ásamt nokkrum meðflytjendum,�?? sagði Sigurður Ingi og Silja Dögg.
�??�?áverandi ríkisstjórn var tilbúin að bjóða þá lausn fram í deilunni síðastliðið sumar og haust. Að okkar mati er það ekki heppilegt að ríkið láti eins og deilan komi sér ekki við, þegar grundvallaratvinnugrein landsins á í hlut og mörgum sveitarfélögum, íbúum þeirra og fyrirtækjum, blæðir. Okkur finnst því bæði rétt og skylt að ríkið beiti sér, því augljóst virðist vera að deilendur ná ekki niðurstöðu án aðkomu ríkisins.
Að sjálfsögðu er ekki gott að ríkið taki með beinum hætti þátt í að leysa úr kjaraviðræðum á milli tveggja aðila, mikilvægt er að deiluaðilar axli ábyrgð og leysi málið við samingaborðið. En þegar verkfall hefur staðið í átta vikur, hljóta allir að sjá að eitthvað þarf að gera. Og það er hægt án þess að banna verkfallið með lögum. En fyrst og fremst þurfa stjórnvöld að sýna áhuga á því að hjálpa til við að leysa deiluna, en ekki lýsa því einhliða og ítrekað yfir að hún komi þeim ekki við.�??
Ásmundur Friðriksson: Margir sjá fram á svarta daga
Nú fer að styttast í að sjómannaverkfall hafi staðið í tvo mánuði og á meðan blæðir stöðum eins og Vestmannaeyjum þar sem hátt í 400 manns eru án atvinnu. Fréttir leituðu til Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns og spurðu hann fyrst um stöðuna.
Ásmundur sagði stöðuna grafalvarlega, en hátt í 2000 manns í hópi fiskvinnslufólks á landinu öllu séu nú er án vinnu og komið á atvinnuleysisskrá. �??�?á er ótalið þeir sem vinna við afleidd störf, þjónustuaðilar og smærri fiskverkendur sem nú sjá fram á svarta daga og jafnvel talið að margir þeirra fari ekki aftur í gang. �?á er ljóst að jafnvel þolinmóðustu kaupendur af ferskum fiski af Íslandsmiðum eru orðnir úrkula vonar um að fá hráefni til sölu og munu snúa sér að öðrum mörkuðum á næstu dögum og vikum,�?? sagði Ásmundur.
Engin lausn er í sjónmáli? �??Jú, en ábyrgð viðsemjanda er mikil og við höfðum til ábyrgðar þeirra. Lausnin er í þeirra höndum og ég tel aðkomu ríkisvaldsins óumflýjanlega en þó alls ekki með lagasetningu,�?? sagði Ásmundur ákveðinn.�??
Munt þú beita þér fyrir aðkomu stjórnvalda á einhvern hátt? �??Já, en það er afar mikilvægt að sjómenn fái að ljúka samningum við útgerðina,�?? sagði þingmaðurinn. �??Aðkoma ríkisvaldsins getur verið í formi skattleysis dag- og fæðispeningagreiðslna sem ég tel að geti farið langt með að leysa deiluna. �?g hef talað fyrir því í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og veit að það er vilji til að leggja deiluaðilum lið án þess að skjóta þeim undan þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim að semja.�??
Nú er t.d. olíugjaldið bundið í lögum. �??�?g tel það afar óskynsamlegt að fara í breytingar á þeim lögum nú meðan kjaradeilan er á viðkvæmasta stigi. Olíugjaldið og skiptin eru bundin í lög og það setur allt í hnút að hreyfa við því á meðan deilan stendur yfir. Við gerð samninga ættu aðilar að semja um eða setja inn bókun um endurskoðun á ýmsum þáttum sem þarfnast lagfæringa í samningum báðum aðilum til hagsbóta.�??
Af hverju ættu ekki sjómenn að fá skattfrjálsa dagpeninga vegna fjarvista að heiman eins og aðrar stéttir? �??�?að er sanngirnismál að sjómenn sitji við sama borð hvað varðar skattleysi fæðis- og dagpeningagreiðslna eins og til annarra stétta í landinu. �?að er afar mikilvægt að ríkið stígi skref í því máli til að liðka fyrir samningum,�?? sagði Ásmundur að lokum í spjalli sínu við Fréttir.
Ari Trausti: �?ingsályktun um fæðispeninga
Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri grænum sagði að flokksystir hans, Lilja Rafney Magnúsdóttir, hefði lagt fram þingsályktun um fæðispeninga, ókeypis fæði. �??En við höfum hvorki lagt í frumvarp um olíuhlutdeild eða annað – enda þarf þá samráðvið sjómenn í okkar tilviki.
Okkar afstaða almennt til vinnudeilna er ekki hliðholl inngripum ríkis – en við höfum ekki rætt neitt slíkt í þessu tilviki núna – gerum það kannski þegar fram í sækir. �?ess vegna svara ég ekki spurningum um mína persónulegu afstöðu,�?? sagði Ari Trausti.

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.