Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku var samgönguáætlun 2024-2028 á dagskrá.
Á fundinum lagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fram bréf frá Vegagerðinni er varðar fjárveitingu til hafnarframkvæmda 2024.
Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins og staðfesta við Vegagerðina að hafnarsjóður muni standa undir heimahluta framkvæmdakostnaðar.
Hér að neðan má sjá plagg Vegagerðarinnar til Vestmannaeyjahafnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst