Ellefu nemendur í 7. bekk kepptu um að vera fulltrúar GRV á lokahátíð Raddarinnar-upplestrarkeppni sem hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. með ræktunarhlutanum en það er mikilvægast hluti keppninnar. Þar er höfuðáhersla á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af. Í lok ræktunartímabils eru haldnar bekkjarkeppnir og valdir fulltrúar úr bekkjunum til að keppa í skólakeppninni.
Skólakeppni Raddarinnar-upplestrarkeppni var síðan haldin þriðjudaginn 19. mars í sal Tónlistarskólans. 11 nemendur kepptu um að vera fulltrúar GRV á lokahátíð Raddarinnar-upplestrarkeppni sem verður haldin á Hellu 30. apríl n.k..
Áður en fyrri umferð keppninnar hófst flutti Einar Igarashi lagið Alla Turca eftir Mozart á píanó.
Í fyrri umferð lásu keppendur svipmyndir úr sögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur en í seinni umferð ljóð eftir Jón Jónsson úr Vör. Keppendur stóðu sig allir með stakri prýði og var hlutverk dómnefndar að vanda erfitt en hana skipuðu Drífa Gunnarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Kári Bjarnason.
Í 1. til 3. sæti eftir stafrófsröð voru Erla Hrönn Unnarsdóttir, Lena María Magnúsdóttir og Tómas Ingi Guðjónsson. Þessir nemendur verða fulltrúar GRV á lokahátíðinni. Egill Jón Hafþórsson var í 4. sæti og hleypur í skarðið ef forföll verða.
Mynd: Sigurvegararnir.
Mynd og texti af Vestmanneyjar.is




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.