Róðrakeppni - Áheitasöfnun fyrir Minningarsjóð Gunnars Karls
Mynd/ Crossfit Eyjar
Í tilefni Goslokahátíðarinnar hafa tveir frábærir Eyjamenn tekið sig saman og skipulagt róðrakeppni til að safna áheitum fyrir Minningarsjóð Gunnars Karls.
Keppnin fer fram laugardaginn 8. júlí fyrir utan Brothers Brewery (Bárustíg 7) og hefst kl. 11.30 og er áætlað að róa í 4 klst.
Róið verður á þremur vélum, tvær verða skipaðar af fyrirfram ákveðnum liðum en ein vélin er opin öllum sem vilja taka þátt. Markmiðið er að fara 50 km á einni vélinni og 60 km á annarri. Það er til minningar um að 50 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu og 60 ár frá Surtseyjargosinu. Þriðja fer svo eins langt og þátttakendur leggja í en gaman væri að ná 29 km þar sem Gunnar Karl hefði orðið 29 ára í ár.
Við hvetjum alla sem vilja taka þátt að mæta og hvetja þátttakendur áfram og jafnvel róa sjálf. Tekið verður á móti frjálsum framlögum í Minningarsjóð Gunnars Karls.
Allar upplýsingar um Minningarsjóð Gunnars Karls er hægt að finna á www.gunnarkarl.is
Mynd: Crossfit Eyjar

Nýjustu fréttir

Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.