Rökkvi fann kannabisefni við leit á flugvellinum

Helstu verkefni í síðustu viku hjá lögreglu voru þannig að eitt fíkniefnamál kom upp við hefðbundna leit á flugvellinum í Vestmannaeyjum merkti fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi á pakka sem við nánari skoðun innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum viðurkenndi að eiga efnið og telst málið því að mestu upplýst.

Í liðinni viku var lögreglu tilkynnt um að hundur hafi glefsað í hendi á póstburðarmanni þannig að póstburðarmaðurinn þurfti að leita sér læknisaðstoðar. Fékk hann fjögur sár á hægri hendi eftir vígtennur hundsins. Málið er í athugun hjá viðeigandi aðilum.

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs en bifreið hans mældist á 70 km/klst. á Hamarsvegi en hámarkshraði þar er 50 km/klst.
11 kærur liggja fyrir vegna ólöglegrar lagninga ökutækja, ein kæra vegna aksturs án réttinda og ein kæra vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri.

Nú styttist óðum í Þjóðhátíð og vill lögreglan af því tilefni minna foreldra og forráðamenn á að útivistareglurnar gilda jafnt á Þjóðhátíð sem og aðra daga. Þá er lögregla með mikinn viðbúnað vegna Þjóðhátíðar og bendir þeim sem þurfa aðstoð lögreglu að hringja í 112.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.