Hér áður fyrr tíðkaðist sá ósiður við kosningar að fulltrúar stjórnmálaflokkanna fylgdust með því á kjörstað hverjir kæmu til að kjósa og hverjir ekki. Merkt var við og upplýsingar sendar um þetta á kosningaskrifstofur til upplýsinga. Eftir því sem tíminn leið þóttu þessi vinnubrögð vafasöm í meira lagi og því voru þau nánast lögð af. Á síðustu árum hafa njósnir af þessu tagi þótt dónalegar, ruddalegar og stríða gegn lýðræðislegum þáttum um frelsi einstaklingsins til leynilegra kosninga.