Rúmlega 1300 þúsund söfnuðust

„Mig langar að þakka fyrirtækjunum hér í Eyjum og þeim sem tóku þátt í gamlársgöngu og hlaupinu fyrir stuðninginn,“ segir Hafdís Kristjánsdóttir sem kom hlaupinu af stað eftir Kóf og brjálað  veður í fyrra.

Hlaupið – gangan var árlegur viðburður á gamlársdag fram að kófi og tóku um 100 manns þátt árið 2019 en nú voru þeir 53. Byrjað var við Höfðaból og fóru hlaupararnir sem leið lá um Hamarinn en göngufólkið fór Höfðaveginn. Markið var við Tangann þar sem boðið var upp á ljúffenga súpu og heita sem var vel þegin í kuldanum.

„Ég vil þakka stjórn Eyjarósar, Krabbavörn í Vestmannaeyjum fyrir að mæta á Tangann og aðstoða mig við veitingarnar. Án ykkar allra væri þetta ekki árlegur viðburður. Alls söfnuðust  1.315.300 krónur í ár sem renna óskiptar til Krabbavarnar. Ef þig langar að styrkja Krabbavörn er reikningurinn 582 14 350050 kt. 651090-2029,“ sagði Hafdís sem tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

Á myndunum er fólk að gæða sér á súpunni á Tanganum.

 

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.