Oddaleikur gegn Haukum á Ásvöllum er á morgun laugardag, klukkan 16:30.
Nú er allt undir í þessum leik og verður leikið til þrautar. Þið hafið verið stórkostleg á pöllunum í allan vetur, ekki síst í gær, en þörfin fyrir stuðning núna er meiri en nokkru sinni fyrr! Rútuferðin á leik þrjú var vel sótt og ÍBV að bjóða uppá rútuferð milli Landeyjahafnar og Ásvalla á morgun. Farið verður með 12:00 ferðinni og svo aftur til baka með 20:45 ferðinni. ATH. rútuferðin kostar 1.500 kr.- á mann! Hægt er að skrá sig í rútuna hérna.
Frítt í skipið fyrir hvítu riddarana og yngri iðkendur
Herjólfur OHF hefur ákveðið að bjóða frítt í skipið fyrir Hvítu riddarana og iðkendur í yngri flokkum ÍBV sem eru á leiðinni á Haukar ÍBV á laugardaginn með 12.00 ferðinni frá Vestmannaeyjum og 20.45 ferðinni frá Landeyjarhöfn. Þessar ferðir passa við skipulagðar rútuferðir ÍBV handbolta á leikinn.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.