Safnahelgin hefst á morgun
29. október, 2025
Pálmi Sigurhjartar og Stefanía Svavars eru meðal fjölmargra listamanna sem koma fram á Safnahelgi. Mynd/aðsend.

Safnahelgin er fram undan og menningarlífið í Eyjum fer á fullt þegar söfn, gallerí og menningarhús bæjarins sameinast í fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Gestir geta notið ljósmyndasýninga, tónleika, bókakynninga og fræðandi erinda, auk þess sem opnar vinnustofur og sýningar bjóða upp á einstaka innsýn í list og sögu Eyjanna.

Safnahelgin er orðin fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyja og hefur ávallt að geyma eitthvað fyrir alla aldurshópa – hvort sem þú ert heimamaður eða gestur í heimsókn. Hér að neðan má sjá dagskrá helgarinnar í heild.

SAFNAHELGIN Í VESTMANNAEYJUM 30. október – 2. nóvember 2025.

Fimmtudagur 30. október

 13:30 Safnahús: Ljósmyndadagur.

Elstu myndir af Vestmannaeyjum, frá 19. öld og nýlega afhend mannamyndasöfn frá 20. öld dregin fram.

17:00 Opnun á ljósmyndasýningu Óskars Péturs.

Fáir eru þeir viðburðirnir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum sem Óskar Pétur hefur ekki fest á filmu. Úrval mynda hans hefur nú verið gefið út í upplagðri gjafabók, Westman Islands. Myndirnar á sýningunni eru úr bókinni sem verður til sölu á staðnum.

18:00 Stafkirkja: Setning.

Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Kristín Jóhannsdóttir. Tónlistaratriði flytja Júlíanna S. Andersen og Kitty Kovács.

20:00 Höllin: Ég skal syngja fyrir þig.

Einar Ágúst færir okkur margar af þekktustu perlum Íslandssögunnar er hann syngur ljóð Jónasar Friðriks við undirleik Gosanna.

 

Föstudagur 31. október

18:00-20:00 Bókasafn: Grikk eða gott.

Í tilefni af Hrekkjavöku verður Bókasafnið opið til kl. 20:00 og boðið upp á  Grikk eða gott. Bókasafnið er skreytt í tilefni Hrekkjavökunnar og tilvalið að koma og skoða herlegheitin.

20:30 Eldheimar:  Pálmi og Stefanía.

Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari og Stefanía Svavarsdóttir söngkona hafa á undanförnum árum sem dúó leikið og sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með  þekkingu sinni og túlkun í hæsta gæðaflokki. Nú mæta þau í fyrsta sinn saman sem dúó  í Eldheima og taka margar af ástsælustu perlum tónlistarsögunnar.

 

Laugardagurinn 1. nóvember

11:00 Bókasafn: Embla Backmann.

Embla er orðin einn  ástsælasti barnabókahöfundur landsins þrátt fyrir ungan aldur. Fyrsta bókin hennar, Stelpur stranglega bannaðar, sló rækilega í gegn og nú er hún mætt með Paradísareyjuna, spennusögu um dularfulla eyju og enn dularfyllri íbúa hennar og dónalega gesti. Bókin verður til sölu á staðnum.

Kl. 14:00 Sagnheimar: Konunglegt teboð.

Guðný Ósk Laxdal heldur erindi um dönsku konungsfjölskylduna en Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún deilir alls konar fréttum og fróðleik úr heimi kóngafólksins.

 

Sunnudaginn 2. nóvember

Kl. 13:00 Sagnheimar: Bókakynning.

Að þessu sinni koma tvær konur og kynnar bækur sínar. Önnur er knattspyrnudrottningin  Margrét Lára Viðarsdóttir með knattspyrnuævisögu sína, Ástríða fyrir leiknum. Hin er Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú slunginn spennusagnahöfundur, sem bregður upp listilegri fléttu af afleiðingum þess að verða veðurtepptur í Vestmannaeyjum. Báðar bækurnar verða til sölu á staðnum.

 

 

Aðrir viðburðir og opnunartímar:

Hvíta húsið við Strandveg.: Lista- og menningarfélagið verður með opið hús og opnar vinnustofur föstudag – sunnudags 13:00-16:00.

Eldheimar: Opið daglega kl. 13 :30– 16 :30.

Bókasafnið: Opið fimmtudag kl. 10-17, föstudag kl. 10-20 og laugardag kl. 12-15.

Einarsstofa: Opið daglega kl. 10-17.

Fágætissalur Safnahúss: Opið fimmtudag og föstudag kl. 13-17. Verið velkomin á varanlega sýningu á málverkum Jóhannesar S. Kjarvals og Júlíönu Sveinsdóttur. Margar af fágætustu bókum landsins eru einnig til sýnis á þessum einstaka stað.

Sagnheimar: Opið laugardag kl. 12:00-15:00.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 9 Tbl 2025
9. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.